15. maí 2025
15. maí
kl. 11:00 - 13:00

Aðalfundur 2025
Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins fer fram í Sjálfstæðissalnum á Iceland Parliament Hotel á milli kl. 11 og 13 þann 15. maí. Boðið verður upp á hádegisverð fyrir alla gesti. Fram fara hefðbundin aðalfundarstörf þar sem greint verður meðal annars frá kjöri formanns Samtaka atvinnulífsins og stjórnar SA 2025-2026. Rétt til setu á aðalfundinum eiga stjórnendur aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins ásamt starfsmönnum SA og aðildarsamtaka. Við atkvæðagreiðslu á aðalfundi fara fulltrúar í fulltrúaráði með atkvæðarétt. Dagskrá aðalfundar: 1. Skýrsla stjórnar fyrir næstliðið starfsár 2. Reikningar samtakanna fyrir næstliðið reikningsár 3. Kjöri formanns lýst 4. Kjöri stjórnar lýst 5. Kosning löggilts endurskoðanda 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál Við óskum eftir því að fólk skrái mætingu með góðum fyrirvara svo hægt sé að áætla veitingar og aðra þjónustu.

21. maí 2025
21. maí
kl. 13:00 - 14:30

Heilbrigt vinnuumhverfi
Einelti, áreitni og ofbeldi (EKKO) í vinnuumhverfinu getur leitt til mikils óöryggis og vanlíðunar starfsfólks. Slík hegðun má ekki viðgangast á vinnustöðum og því er mikilvægt að atvinnurekendur og stjórnendur stuðli að öflugum forvörnum og sýni rétt viðbrögð þegar upp koma erfið mál. En hvað er til ráða? Getum við sett meðferð þessara mála í betri farveg miðað við núverandi löggjöf? Hvernig er best að stuðla að forvörnum og sáttum? Með hvaða hætti getur starfsfólk tekið ábyrgð á hegðun sinni á vinnustað? Þann 21. maí verður haldinn fræðslufundur í Húsi atvinnulífsins um forvarnir, verklag og stuðning í EKKO-málum. Á fundinum verða þessi erfiðu mál krufin og rædd út frá sjónarhorni stjórnenda, stéttarfélaga og áhrifa á vinnustaðinn í heild. Á fundinum munum við heyra erindi frá: Þorsteinn Sveinsson, sérfræðingur hjá VR Adriana Karolina Pétursdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs ISAL og formaður Mannauðs Helga Lára Haarde, sálfræðingur hjá Attentus Maj-Britt H. Briem, lögmaður hjá SA, sér um fundarstjórn og leiðir pallborðsumræður. Mannauðsstjórar og aðrir stjórnendur fyrirtækja eru hvattir til að sækja fundinn og taka þátt í umræðum um efnið.
