21. Maí

Heilbrigt vinnuumhverfi

Hero icon

dags

21. maí 2025

tími

kl. 13:00 - 14:30

staður

Hús atvinnulífsins

Einelti, áreitni og ofbeldi (EKKO) í vinnuumhverfinu getur leitt til mikils óöryggis og vanlíðunar starfsfólks. Slík hegðun má ekki viðgangast á vinnustöðum og því er mikilvægt að atvinnurekendur og stjórnendur stuðli að öflugum forvörnum og sýni rétt viðbrögð þegar upp koma erfið mál.

En hvað er til ráða? Getum við sett meðferð þessara mála í betri farveg miðað við núverandi löggjöf? Hvernig er best að stuðla að forvörnum og sáttum? Með hvaða hætti getur starfsfólk tekið ábyrgð á hegðun sinni á vinnustað?

Þann 21. maí verður haldinn fræðslufundur í Húsi atvinnulífsins um forvarnir, verklag og stuðning í EKKO-málum. Á fundinum verða þessi erfiðu mál krufin og rædd út frá sjónarhorni stjórnenda, stéttarfélaga og áhrifa á vinnustaðinn í heild.

Á fundinum munum við heyra erindi frá:

  • Þorsteinn Sveinsson, sérfræðingur hjá VR
  • Adriana Karolina Pétursdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs ISAL og formaður Mannauðs
  • Helga Lára Haarde, sálfræðingur hjá Attentus

Maj-Britt H. Briem, lögmaður hjá SA, sér um fundarstjórn og leiðir pallborðsumræður.

Mannauðsstjórar og aðrir stjórnendur fyrirtækja eru hvattir til að sækja fundinn og taka þátt í umræðum um efnið.

Skráning hér fyrir neðan